Fyrsti morgunfundur Markaðsstofunnar 2021
Þriðjudaginn 9. febrúar hélt Markaðsstofa Suðurlands rafrænan morgunfund í fundaseríunni Upplifun gestsins og skapandi markaðssetning. Á fundinum kynnt Nejra Mesetovic, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, efni og niðurstöður lokaverkefnis síns í meistaranámi í markaðsfræðum. Í rannsókn sinni tók hún fyrir upplifun ferðamannsins og hvaða þættir það eru sem mikilvægir eru til að gera góða upplifun, í dag er ekki nóg að búa til vöru heldur þarf að vinna einnig með heildar upplifunina.
Þau aðildarfyrirtæki sem vilja nálgast upptöku á erindinu geta haft samband á netfangið info@south.is og við sendum ykkur upptökuna.
Morgunfundir Markaðsstofau Suðrulands eru aðeins fyrir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar. Næsti fundur verður þriðjudaginn 23. febrúar kl 9.00 á Zoom. Á þeim fundi mun Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverk fjalla um skapandi markaðssetningu. – Ertu búin(n) að skrá þig? Hlekkur á skráningu: https://forms.gle/tg84HqzVvsBcm46L9