Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Glæsileg uppbygging við Geysi

Glæsileg uppbygging á sér nú stað við Geysi í Haukadal, en þar hefur nú verið lokið við fyrsta áfanga af þremur við uppbyggingu innviða á svæðinu.
Nýr útsýnispallur við Geysissvæðið
Nýr útsýnispallur við Geysissvæðið

Framkvæmdin í heild sinni felst í því að móta glæsilega hringleið um svæðið, og var með þessum fyrsta áfanga opnað inn á svæði sem hefur hingað til ekki verið aðgengilegt á hverasvæðinu.

Í næstu áföngum verður gönguhringnum lokað og byggt upp aðkomutorg að Geysi þar sem allir gestir munu hefja heimsókn sína á svæðið. Er framkvæmdinni ætlað að bæta bæði upplifun og öryggi á svæðinu. Einnig hlífir hún náttúrunni við ágangi gesta, en í dag Geysir í Haukadal er einn af fjölförnustu áfangastöðunum á Suðurlandi með áætlaðan gestafjölda upp á 1,5 milljónir árið 2024.

Markaðsstofa Suðurlands óskar Umhverfisstofnun innilega til hamingju með áfangann.

                     

Myndir fengnar af vef Umhverfisstofnunar.