Hleðslustöð á Flúðum
Þann 7. desmeber síðastliðinn opnuðu þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair Hótel Flúðum fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundia Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. Hleðslustöðin stendur við Icelandair Hotel Flúðir og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Með tilkomu hleðslustöðvarinnar eykst þjónusta við ferðamenn sem heimsækja svæðið og íbúa þess.
Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslu af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu og er liður í því að efla umhverfismál og vegferð ferðafólks sem ferðast á vistvænum bílum um svæðið.
Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið. vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna.