Könnun á þörf fyrir mannafla og fræðslu í ferðaþjónustu
Stjórnstöð ferðamála er að leita upplýsinga um þörf fyrir mannafla og fræðslu í ferðaþjónustu og sendi Gallup könnun til aðila í ferðaþjónustu þann 1. apríl sl. Pósturinn er merktur "Erindi frá Stjórnstöð".
14.04.2016
Stjórnstöð ferðamála er að leita upplýsinga um þörf fyrir mannafla og fræðslu í ferðaþjónustu og sendi Gallup könnun til aðila í ferðaþjónustu þann 1. apríl sl. Pósturinn er merktur "Erindi frá Stjórnstöð".
Það er mikið kappsmál fyrir Suðurland að sem best svörun fáist í þessari könnun þar sem það mun hafa áhrif á hvernig þessum málum mun vinda fram hér í landshlutanum.
Við hvetjum ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi því eindregið til að svara könnuninni til enda til að tryggja hagsmuni greinarinnar hér á Suðurlandi, m.a. gagnvart fjárveitingarvaldinu, þar sem mikilvægar ákvarðanir verða byggðar á niðurstöðunum í framhaldinu.