Kynningaferðir um Suðurland
Markaðsstofan stóð fyrir kynningaferðum um Suðurland fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva, bókunarmiðstöðva og ferðaskrifstofa í júní.
22.06.2015
Farnar voru tvær ferðar; um dreifbýli sveitarfélagsins Hornafjarðar og um upp- og lágsveitir Árnessýslu með viðkomu í Rangárþingi.
Ferðirnar voru farnar í byrjun júní og er markmiðið með þeim að kynna þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem í boði er á Suðurlandi með sérstaka áherslu á að kynna það sem er nýtt á boðstólnum eða viðbætur við fyrri starfsemi.
Þann 3. júní var dreifbýlið í sveitarfélaginu Hornafirði heimsótt og þann 10. júní heimsóttum við Upp- og lágsveitir Árnessýslu. Veðrið var upp á sitt besta báða daganna og voru allir sammála um að ferðirnar hafi heppnast vel og almenn ánægja með heimsóknirnar.
Þá bauðst aðilum Markaðsstofunnar, sem ekki var tök á að heimsækja, kostur á að kynna sína starfsemi fyrir gestunum í svokölluðum vinnustofum eða workshop. Þó nokkrir aðilar nýttu sér það tækifæri. Um akstur í ferðunum sáu Fallastakkur í samstarfi við Vatnajökul Travel og Guðmundur Tyrfingsson. Flugfélagið Ernir sá um flugið á Höfn.
Bæði gestum og gestgjöfum viljum við þakka fyrir skemmtilega og fræðandi daga og ánægjulega samveru.
Myndir úr ferðinni á Höfn er að finna hér.
Myndir úr ferðinni um upp- og lágsveitir Árnessýslu er að finna hér.