KYNNINGARFUNDIR UM STEFNUMARKANDI STJÓRNUNARÁÆTLANIR
Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða til 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) um landið.
Á fundunum munu fulltrúar Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kynna verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem skoski ráðgjafinn Tom Buncle mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða. Hagaðilar DMP verkefna eru breiður hópur s.s. sveitarfélög, markaðsstofur, atvinnuþróunarfélög, ferðaþjónar, ferðaklasar, upplýsingamiðstöðvar, aðrir þjónustuaðilar, öryggis- og viðbragðsaðilar, íbúar o.fl.
Fundirnir verða sem hér segir:
PATREKSFJÖRÐUR Mánudaginn 19. september kl. 9.00
SUÐUREYRI Mánudaginn 19. september kl. 14.00
HÓLMAVÍK Þriðjudaginn 20. september kl. 9.00
BORGARNES Þriðjudaginn 20. september kl. 14.00
HÖFN Í HORNAFIRÐI Miðvikudaginn 21. september kl. 10.15
EGILSSTAÐIR Miðvikudaginn 21. september kl. 16.00
GRUNDARFJÖRÐUR Fimmtudaginn 22. september kl. 9.00
REYKJAVÍK Fimmtudaginn 22. september kl. 15.00
HÚSAVÍK Mánudaginn 10. október kl. 9.30
BLÖNDUÓS Mánudaginn 10. október kl. 16.00
Akureyri Þriðjudaginn 11. október kl. 10.00
SELFOSS Miðvikudaginn 12. október kl. 9.30
VÍK Í MÝRDAL Miðvikudaginn 12. október kl. 15.00
REYKJANES Fimmtudaginn 13. október kl. 9.30
Skráning fer fram á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is