Landshlutakort endurútgefið
Nú er komin út ný og endurbætt útgáfa af landshlutakortinu, sem kom út í nýju broti í fyrra.
20.06.2016
Nú er komin út ný og endurbætt útgáfa af landshlutakortinu, sem kom út í nýju broti í fyrra. Hefur það mælst vel fyrir og verður nú gefið út í 70.000 eintökum.
Um er að ræða kort af Suðurlandi sem dreift er markvisst á upplýsingamiðstöðvar og helstu ferðamannastaði um allt land. Á baksíðu kortsins er svo að finna bæði öryggisupplýsingar til ferðamanna sem og upplýsingar um áhugaverða staði á Suðurlandi. Hægt er að nálgast kortið á næstu upplýsingamiðstöð.
Sjá kortið einnig hér.