Skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020
Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár og verður hann haldinn annað árið í röð í Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 16. janúar, 2020.
Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar í heild. Á árinu 2019 var met þátttaka þar sem sýnendur voru um 270 og gestir yfir 900.
Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út rafrænboðskort auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.
Sýnendur
Athugið að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Þátttökugjald er 19.000 krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur þann 31. desember 2019.
Gestir
Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér
sdf