Markaðssetning áfangastaðar
Markaðsstofa Suðurlands er sem stendur viðstödd fyrirlestur í Háskólabíói er varðar Markaðssetningu áfangastaðar.
Í kjölfar alþjóðavæðingar og síaukins ferðamannastraums hefur markaðssetningu áfangastaða (place marketing) vaxið fiskur um hrygg. Adam Stagliano stýrir alþjóðlegum markaðsherferðum TBWA/London og er sérfræðingur í markaðssetningu áfangastaða.
Þessi fyrirlestur er hluti af markaðsráðstefnu sem haldin er í Háskólabíói og ber yfirskriftina "Big world small data" og er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar Martin Lindstrom sem er höfundur Small Data: The Tiny Clues That Uncover Huge Trends, sem kom út núna í febrúar í Bandaríkjunum. Small Data er "Skyldulesning" skv. Forbes og "Ein mikilvægasta bók sem þú getur lesið árið 2016" skv. Inc og Entrepreneur Magazine - og situr í 6.sæti metsölulista NY Times Business.