Markaðsstofa Suðurlands á VestNorden Travel Mart
VestNorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hitta og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum og blaðamönnum víðsvegar úr heiminum.
Alls sóttu yfir 400 manns kaupstefnuna í ár sem gerir þetta fjölmennustu Vestnorden kaupstefnunni frá upphafi, og átti markaðsstofan fundi við 40 ólíka aðila. Sem fyrr mættu margir sem þekkja Suðurlandið nokkuð vel og vildu kynna sér nýjungar á svæðinu, en einnig var áberandi hve margir voru að leita að baðlónum og laugum. Má með sanni segja að þar er Suðurlandið góður kostur. Flestir fundagestir voru mjög áhugasamir um Eldfjallaleiðina og sáu tækifæri í að þróa eigin ferðaframboð út frá henni.
Frændur okkar í Færeyjum tóku einstaklega vel á móti okkur og var bæði gott og gagnlegt að sjá hvað eyjarnar bjóða upp á. Kaupstefnan er haldin til skiptis á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, og var tilkynnt að hún verður haldin á Akureyri að ári.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá VestNorden í Þórshöfn.