Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir að ráða í starf verkefnastjóra
Starfið er fjölbreytt og spennandi og kemur verkefnastjóri að fjölmörgum og krefjandi verkefnum Markaðsstofunnar.
Verkefnastjóri þarf að geta unnið sem staðgengill framkvæmdastjóra.
Meðal verkefna eru:
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Ráðgjöf
• Verkefnastjórn
• Markaðs- og kynningarmál
• Blaðamannafyrirspurnir og ferðir
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, (s.s.markaðsfræði,
ferðamálafræði, verkefnastjórnun eða sambærilegt)
• Mikið sjálfstæði og frumkvæði
• Lipurð í samskiptum
• Tungumálakunnátta
• Sveigjanleiki í starfi
• Góð þekking á Suðurlandi
• Reynsla af rekstri og/eða stjórnunarstörfum æskileg
Starfssvæði Markaðsstofunnar nær frá Selvogi í vestri að Eystra-Horni að Lóni í austri.
Um er að ræða fullt starf og er umsóknarfrestur til og með 30. júní 2016. Viðtöl munu fara fram í ágúst og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. september.
Umsóknir sendist rafrænt á south@south.is.
Nánari upplýsingar um Markaðsstofuna má finna á heimasíðunni www.south.is/markadsstofan.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Dagný H. Jóhannsdóttir dagny@south.is eða í síma 560-2030.