Markaðsstofan með kynningu
Markaðsstofan hélt kynningu fyrir starfsmenn Iceland pro Travel í Tryggvaskála í dag.
16.11.2015
Markaðsstofan hélt kynningu fyrir starfsmenn Iceland pro Travel í Tryggvaskála í dag. Iceland Pro Travel er með skrifstofur í sjö löndum og er ein af stærstu ferðaskrifstofum í Evrópu, alls voru þetta 43 starfsmenn sem skipuleggja ferðir til Íslands allt árið um kring.
Farið var yfir helstu starfsemi Markaðsstofunnar ásamt því að kynna fyrirtæki á Suðurlandi og gefa þeim gögn og helstu upplýsingar um heimasíðuna.