Markaðsstofan Suðurlands á Icelandair Mid-Atlantic
Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðasýningunni Icelandair Mid-Atlantic í Laugardalshöllinni þann 27. janúar s.l. en þrjú ár er síðan sýningin hún var haldin síðast. Var þetta í 29. sinn sem sem sýningin er haldin og er talið að þáttakandur hafi verið um 1000 frá 23 löndum. Básarnir vorum 200 talsins og 5434 fundir voru bókaði samkvæmt skipuleggjendum
Ásamt Markaðasstofu Suðurlands voru 25 samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar sýnendur í ár. Starfsfólk Markaðsstofunnar ásamt fulltrúum sveitarfélaga áttu 37 fundi sem snéru að því að kynna það sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Fyrirspurnirnar voru af ýmsum toga. Sumir hafa verið að selja Suðurlandið í áraraðir og eru að leita að nýjum hugmyndum meðan aðrir eru að kynna sér landshlutann í fyrsta skiptið.
Mikið var spurt um „lúxus“ upplifanir, náttúru og nýja möguleika í afþreyingu og gistingu. Margir höfðu líka áhuga á að samstarfi um FAM ferðir og miðlun markaðsefnis.
Markaðsstofan mun á næstu dögum senda samstarfsaðilum fundarpunkta frá sýningunni með helstu upplýsingum frá hverjum fundi sem fulltrúar Markaðsstofunar sátu.