Metfjöldi þáttakanda og gesta á Mannamótum
Metfjöldi sótti Mannamót Markaðsstofa Landshlutana sem fór fram 19. Janúar s.l.
01.02.2023
Metfjöldi sótti Mannamót Markaðsstofa Landshlutana sem fór fram 19. Janúar s.l.
Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ferðakaupstefnu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og erlendis.
Talið er að á annað þúsund manns hafi látið sjá sig í ár, um 900 gestir og um 220 fyrirtæki sem létu ljós sitt skína þar af voru sunnlensk fyrirtæki 69 talsins og var krafturinn og gleðin áberandi.
Greinilegt er að framtíðin í ferðaþjónustu á öllu landinu er björt.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum: