Mikilvægar upplýsingar til ferðafólks og starfsfólks í ferðaþjónustu varðandi COVID-19
Ferðamálastofa sendi í morgun út upplýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi COVID-19. Upplýsingarnar eru byggðar á ráðleggingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og utanríkisráðuneytis.
04.03.2020
Ferðamálastofa sendi í morgun út upplýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi COVID-19. Upplýsingarnar eru byggðar á ráðleggingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og utanríkisráðuneytis.
Ferðaþjónustuaðilar eru beðnir að koma upplýsingunum áfram til ferðamanna og síns starfsfólks, prenta eftir atvikum út og hafa sýnilegar. Þannig verður vonandi hægt að svara flestum þeim spurningum sem ferðamenn hafa varðandi ferðalög til Íslands.
Mikilvægar upplýsingar til ferðafólks og starfsfólks í ferðaþjónustu varðandi COVID-19