Morgunfundur MSS: Norðurljós, stjörnuhiminn og sólmyrkvi
Fjölmargir erlendir ferðamenn sækja Ísland heim að vetri til í von um að upplifa norðurljósin.
Norðurljósavirknin getur verið mikil ráðgáta og erum við svo heppin að fá Sævar Helga Bragason, betur þekktan sem Stjörnu-Sævar, sem næsta gest á morgunfund Markaðsstofunnar þann 17. desember klukkan 9-10:30.
Hann mun leiða okkur í gegnum allan sannleikann um geimveðrið með hjálp nýju vefsíðunnar sinnar www.icelandatnight.is þar sem upplýsingar eru uppfærðar daglega.
Auk þess ætlar hann að fræða okkur um sólmyrkvann sem er framundan sumarið 2026.
Eigum notalega stund saman í aðdraganda jólanna og fræðumst í leiðinni um stjörnurnar, norðurljósin og fleiri undur næturhiminsins.
Það kostar ekkert að hlusta á fræðsluna og hægt er að staðsetja sig hvar sem er þar sem fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams!
Skráning á morgunfundinn fer fram hér.