Námskeið fyrir ferðaþjónustu aðila
Safe Travel mun halda námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila sem kallast "aukin upplýsingagjöf fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu" fimmtudaginn 2. júní kl 10 í Ráðhúsi Árborgar.
30.05.2016
Safe Travel mun halda námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila sem kallast "aukin upplýsingagjöf fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu" fimmtudaginn 2. júní kl 10 í Ráðhúsi Árborgar..
Þetta er námskeið fyrir alla þá sem eru í samskiptum við ferðamenn og vilja auka færni sína í að veita upplýsingar. Farið verður yfir hvernig má lesa betur úr veðurspám, val á bílum, þekkta vindastaði, sértækar aðvaranir, ýmis hjálpartæki og fleira. Námskeiðið verður haldið í sal á þriðju hæð í ráðhúsi Árborgar og er frítt.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóstin helga@icelandforever.is.