Sögutækni á miðlum - námskeið með Auði Ösp
Auður Ösp Ólafsdóttir kennir gagnlegar aðferðir sögutækni í markaðssetningu miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 10-12.
28.10.2024
Hver er þín rödd?
Markaðssetning á samfélags- og vefmiðlum getur stækkað hóp viðskiptavina svo um munar ef hún vekur áhuga og nær til markhópsins. Sögutækni - storytelling er aðferð sem snýr að því að segja sögu sína á persónulegan hátt!
Hin frábæra Auður Ösp Ólafsdóttir kennir aðferðir sögutækni miðvikudaginn 20. nóvember kl 10-12.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams og er sérstaklega miðað að þeim sem starfa við menningu og í matvælageira.
Námskeiðið er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands og aðgangur er ókeypis.
Skráning fer fram hér