Niðurstöður markaðsgreiningar á áfangastaðnum Suðurlandi
Markaðsstofa Suðurlands hélt kynningarfundi á Hótel Heklu og í Hvolnum á Hvolsvelli og kynnti niðurstöður markaðsgreiningar á áfangastaðnum Suðurlandi.
05.12.2016
Markaðsstofa Suðurlands hélt kynningarfundi á Hótel Heklu og í Hvolnum á Hvolsvelli og kynnti niðurstöður markaðsgreiningar á áfangastaðnum Suðurlandi. Markaðsráðgjafarfyrirtækið Manhattan vann skýrsluna og var greiningin áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands kynnti niðurstöðurnar og fór yfir helstu markhópa og sérstöðu svæðisins.
Í kjölfarið ætlar Markaðsstofa Suðurlands svo að bjóða ferðaþjónustuaðilum upp á námskeið í hvernig hægt sé að nýta niðurstöðurnar í markaðsstarf fyrirtækja. Námskeiðin verða í janúar og verða auglýst síðar.