Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands

Fimmtudaginn, 5. maí var haldinn aðalfundur, erindi og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Örk í Hveragerði.

Fimmtudaginn, 5. maí var haldinn aðalfundur, erindi og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Örk í Hveragerði. 

Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Örk og var vel sóttur. Katrín Ó. Sigurðardóttir formaður stjórnar opnaði fundinn og Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS fór síðan yfir verkefni sl. árs og helstu áherslur 2021. Þá kynnti Katrín ársreikning ársins 2021. Ferðamálasamtök Suðurlands kjósa sína fulltrúa í stjórn á aðalfundi og buðu þrír fulltrúar sig fram. Tveir efstu í kjörinu tóku sæti í aðalstjórn en sá sem hlaut þriðju flest atkvæðin tók sæti sem varamaður.

Aðalmenn
Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu​
Ásgerður Kristín Gylfadóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Grétar Ingi Erlendsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Katrín Ó. Sigurðardóttir - Visit South Iceland ehf​
Geir Gígja – Ferðamálasamtök Suðurlands​
Guðmundur Fannar Vigfússon - Ferðamálasamtök Suðurlands​​

Varamenn
Ása Valdís Árnadóttir - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Engilbert Olgeirsson - Visit South Iceland ehf​
Dóróthea Ármann – Ferðamálasamtök Suðurlands​
Friðrik Sigurbjörnsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​
Erla Þórdís Trautadóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands​
Íris Heiður Jóhannsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu

Björg Árnadóttir, Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir og Ragnhildur Ágústsdóttir hættu í stjórn MSS, en viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu Markaðsstofunnar.

Fundarstjóri var Friðrik Sigurbjörnsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga​. 

Ritari var Nejra Mesetovic, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands

Fundurinn var tekinn upp og geta aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar og sveitarfélög fengið senda upptöku af fundinum með því að óska eftir því á netfanginu info@south.is.