Nýr Herjólfur kominn til Vestmannaeyja
Herjólfur IV er nú kominn til Vestmannaeyja. Nýi Herjólfur mun hefja siglingar milli lands og eyja innan 2-3 vikna. Móttökuathöfn var haldin í tilefni komu nýju ferjunar og voru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við móttökuathöfnina þegar nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum.
Tækifæri til frekari sóknar
Að hafa gamla Herjólf staðsettan í Vestmannaeyjum býður uppá ákveðin tækifæri bæði varðandi farþegaflutninga yfir háannatímann og ákveðna möguleika varðandi vöruflutninga, svo að ekki sé minnst á betri áreiðanleika varðandi varaferju.
Hvað mun nýr Herjólfur færa farþegum?
Farþegum býðst núna aukin tíðni ferða. Byrjað verður fyrr að sigla á morgnanna og seinna á kvöldin sem býður uppá fleiri möguleika fyrir atvinnulífið, ferðaþjónustuna, íþróttalífið og aukin lífsgæði fyrir heimamenn.
Aukið pláss er fyrir bíla sem gerir fleiri einkabílum og gámum í hverja ferð.
Betri sæti, nýjasta tækni í öllum búnaði þýðir auðvitað meiri þægindi þegar ferðast er með ferjunni.
Til hamingju Eyjamenn með nýjan Herjólf