Nýr starfsmaður hjá Markaðsstofu Suðurlands
Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra og staðgengil framkvæmdarstjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.
16.08.2016
Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra og staðgengil framkvæmdarstjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.
Ráðinn var Þorsteinn G. Hilmarsson. Þorsteinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands ásamt B.Sc gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík.
Þorsteinn hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum en hann hefur starfað sem markaðsstjóri í 15 ár. Þá hefur hann reynslu af eigin rekstri.
Hjá Markaðsstofunni mun Þorsteinn sinna m.a. samskiptum við hagsmunaaðila, ráðgjöf á sviði markaðs- og ferðamála, verkefnastjórn, markaðs- og kynningarmálum ásamt fjölmiðlafyrirspurnum.
Mun hann hefja störf þann 1. september n.k. og bjóðum við hann velkominn til starfa.