Rafrænir viðburðir
Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í þremur rafrænum viðburðum nýverið.
Þetta voru eftirfarandi rafrænir viðburðir:
Vestnorden.
16 fundir bókaðir með fólki víðsvegar úr heiminum.
Nordic Workshop Italy 2020
Dagana 18.-19. nóvember fór fram rafræn vinnustofa með ítölskum ferðaþjónustuaðilum. Kaupendur voru 114 og seljendur yfir 90, þar af 14 íslenskir þátttakendur. Viðburðurinn er árlegur og skipulagður í samvinnu Íslandsstofu við Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland.
Interface Tourism 2020 - Spain
Rafræn vinnustofa á Spáni dagana 25. og 26. nóvember þar sem 16 íslensk fyrirtæki mættu til leiks. Yfir 200 spænskir ferðaþjónustuaðilar skráðu sig og voru bókaðir tæplega 300 fundir milli kaupenda og seljenda. Í tengslum við vinnustofurnar var haldin kynning á Íslandi og fengu kaupendur tækifæri til að spyrja spurninga en um 70 manns tóku þátt.
Niðurstaða rafrænna viðburða:
Í heildina var mjög mikill áhugi á Íslandi, eins og svo oft.
Margir telja að Ísland verði ofarlega á lista fólks yfir þá staði sem það muni vilja ferðast til eftir Covid heimsfaraldurinn, fjölskyldufólk, o.s.frv. Ástæður þess eru að hér eru færri ferðamenn, Ísland með gott orðspor á að takast á við Covid og hér er öruggt að vera.