Sækja námskeið í þróun áfangastaða
Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana sóttu námskeið í þróun áfangastaða. Námskeiðið var haldið í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi námskeiðsins var Dr. Tracy S. Michaud, aðstoðarprófessor við ferðamálafræði í University of Southern Maine, Bandaríkjunum.
Á námskeiðinu var farið yfir hvernig heimsóknir ferðamanna geta hagnast fyrirtækjum og nærsamfélagi. Auk þess var litið til þess þegar ferðaþjónustan hefur aukist og frekari sérhæfðari stjórnunarþekkingu þarf til að halda betur utan um hana.
Þátttakendur námskeiðsins tileinka sér tól og tæki sem nýtast þeim í samskiptum við hið opinbera, sveitarfélög eða nágranna þegar fjalla þarf um þarfir ferðamanna og heimamanna. Auk þess fengu þátttakendur þekkingu hvernig best er að útskýra áhrif ferðamennsku á samfélagið og hvernig atvinnugreinin getur hvatt til sjálfbærni byggðarlaga ef gerð er áætlun um þróun áfangastaða.
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- Fengið innsýn í hagnýtingu ferðamennsku bæði fyrir sig sjálfa, fyrirtæki sitt og nærsamfélag
- Öðlast tæki sem auðveldar þeim að hafa stjórn á áhrifum ferðamennsku á sitt nærsamfélag
- Öðlast þekkingu og hæfni til að nota nauðsynleg mælitæki til undirbúnings og stjórnunar á ferðamennsku í þeim tilgangi að auka sjálfbærni nærsamfélagsins.
Leiðbeinandi námskeiðsins var Dr. Tracy S. Michaud. Hún er aðstoðarprófessor og stýrir ferðamálafræðibraut við University of Southern Maine, Bandaríkjunum. Hún hefur búið nær allt sitt líf í Maine og tekið þátt í samfélagslegri þróun með áherslu á ferðaþjónustu. Tracy, ásamt nemendum sínum, hafa skapað fjölda verkefna tengdum ferðaþjónstu fyrir Maine og hefur auk þess komið hingað til lands með nemendur sína og unnið samanburð á Maine og Íslandi.