Samstarf flugfélaga, flugvalla og áfangastaða.
Íslandsstofa og Isavia boða til fundar um samstarf flugfélaga, flugvalla og áfangastaða þriðjudaginn 22. nóvember nk. Sérfræðingar frá Skotlandi og Danmörku miðla af reynslu sinna landa og fjalla um hvernig samstarfi er þar háttað. Fundurinn er haldinn í Icelandair Hotel Natura frá kl. 14 til 16.
Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofa, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina.
Denis Hill, Visit Scotland, yfirmaður markaðs- og viðskiptaþróunar og hefur unnið við að styrkja flugtengingar til Skotlands.
Camilla B. Lund, Wonderful Copenhagen. Hún hefur stýrt Global Connected leiðarþróunarverkefninu í Danmörku frá árinu 2010.
Hlynur Sigurðsson, Isavia, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.
Fundarstjóri er Magnús Orri Schram, ráðgjafi.