Samstarfshópur MSS og fulltrúa ferðamála sveitarfélaga/klasa á Suðurlandi
Markaðsstofan hefur á síðustu misserum staðið fyrir því að formgera samstarf Markaðsstofunnar og lykilaðila sem koma að ferðamálum hjá sveitarfélögunum og/eða klösum á Suðurlandi.
Í nýlegri stefnumótunarvinnu Markaðsstofunnar kom fram krafa um aukið upplýsingaflæði sem og að skipting ábyrgðar og verkefna milli aðila í stoðþjónustu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi yrði betur skilgreind. Þessu samstarfi er m.a. ætlað að auka upplýsingaflæði milli aðila og þá hefur hópurinn einnig stofnað sameigninlega Facebook síðu (www.facebook.com/markadsstofasudurlands) sem vettvang fyrir upplýsingar um það sem um er að vera á hverju svæði.
Með vel skilgreindri ábyrgð og skiptingu verkefna sem og góðu samstarfi erum við sterkari sem heild til að vinna að framgangi og eflingu ferðamála á Suðurlandi. Hópurinn hefur fundað þrisvar það sem af er ári og liggja nú m.a. fyrir drög að slíkri skiptingu.
Samstarfshópurinn hittist t.a.m. á fundi á Icelandair Hótel Flúðum í vikunni, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.