Snjósleðaferð með erlenda ferðaheildsala
Markaðsstofa Suðurlands skipulagði kynningarferð um Suðurlandið fyrir erlenda ferðaheildsala í tilefni af Vestnorden 2016 ferðakaupstefnunni sem haldin er dagana 5.okt. og 6. okt.
Lagt var af stað morguninn 4. október með 18 ferðaheildsala frá mismunandi löndum og var förinni heitið í snjósleðaferð upp á Langjökul með Mountaineers of Iceland.
Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Suðurlands og Þorsteinn G. Hilmarsson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands voru með í för og sagði Ásborg frá öllu því helsta sem bar fyrir augu á svæðinu.
Eftir góðar móttökur Mountaineers of Iceland og snjósleðaferðina upp á Langjökli var snæddur hádegisverður á veitingastaðnum Glímu við Geysi. Hópurinn lauk svo ferðinni með því að slaka í gufu og heitri laug í Laugarvatn Fontana.
Ferðin heppnaðist mjög vel og ferðaheildsalarnir ánægðir með hana og reynslunni ríkari af fjölbreytileika í náttúru og þjónustu sem í boði er á Suðurlandi.