Starfsmenn áfangastaðastofa landsins hittast
Starfsmenn áfangastaðastofa landsins hafa síðustu tvo daga verið á vinnustofu í Reykjavík.
28.02.2022
Starfsmenn áfangastaðastofa landsins hafa síðustu tvo daga verið á vinnustofu í Reykjavík. Þar var farið yfir ýmsa þætti í samstarfi þeirra og öðru, en þessi vinnustofa kemur í kjölfarið á nýjum samningum við Ferðamálastofu og Íslandsstofu sem og nýlegri stefnumótunarvinnu áfangastaðastofanna.
Á vinnustofuna komu gestir frá Íslandsstofu og Ferðamálastofu, en auk þess kom Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og fór yfir sína sýn og ræddi við starfsmennina um starfið framundan.
Mjög gagnlegum dögum lokið og allir fara heim með gott veganesti í sína starfsemi og sterkari tengsl við mikilvæga samstarfsaðila hjá Íslandsstofu og Ferðamálastofu.