Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stutt ferð um vestursvæðið

Nóg er að gera hjá verkefnastjórum DMP í að setja saman vinnuhópa svæða og heimsækja þá aðila. Á mánudaginn var farið um Ölfusið og Hveragerði og þriðjudagurinn var nýttur í uppsveitum Árnessýslu.

Vestursvæðið er þétt og fjölbreytt svæði sem býður upp á fjölbreytta staði, afþreyingu, mat, gistingu og annað sem ferðamenn sækjast eftir á ferðum sínum. Í þessari ferð var farið á nokkra staði uppsveita rætt við rekstraraðila í ferðaþjónustu og aðra sem koma munu að áfangastaðaáætlun DMP fyrir vestursvæðið. Gaman var að heyra jákvæðnina, skýra framtíðasýn og þau tækifæri sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Ekki náðist að klára yfirferð yfir svæðið nú fyrir sumarfrí en stefnt er að því klára þá yfirferð fljótlega eftir verslunarmannahelgi þegar sumarfríum verkefnastjóra líkur.


 

#DMPSuðurland #elskumSuðurland #DMP