Tækifæri á Indlandsmarkaði
Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands sátu í síðustu viku fund á vegum Íslandsstofu þar sem fjallað var um indverska ferðaþjónustumarkaðinn. Á fundinum var rætt um indverska ferðamenn, ferðavenjur, og tækifæri sem felast í komu þeirra til Íslands. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ávarpaði gesti fundarins. Auk hans héldu Sara Grady og Deepika Sachdev erindi um indverska ferðaþjónustumarkaðinn.
Sara Grady, forstöðumaður ferðamála hjá GlobalData í London ræddi um strauma og stefnur í ferðavenjum Indverja. Ferðalög frá Indlandi árið 2017 hafi verið 23 milljónir og búast má við að þessi talal verði komin upp í 30 milljónir árið 2020. Samkvæmt GlobalData eru Indverjar mjög heillaðir af snjó og vetrarferðamennsku. Hér má finna kynningu Söru Gardy
Deepika Sachdev, menningar- og ferðamálafulltrúi hjá sendiráði Íslands í Nýju-Delí talaði um stækkandi millistétt Indlands telur um 55 milljónir. Töluverð aukning er í alþjóðlegum ferðalögum á meðal Indverja og þar koma sterkar inn MICE ferðir (hvataferðir) og lúxusferðir af ýmsum toga. Einnig eru brúðkaupsferðir mjög vinsælar og þær að jafnaði farnar á tímabilinu, nóvember til febrúar. Það býður upp á tækifæri utan háannar. Hér má finna kynningu Deepika Sachdev
Bæði Sara og Deepika töluðu báðar um góð áhrif Bollywood á Indlandi. Bollywood myndir og leikara væru mjög miklir áhrifavaldar á Indlandi. Þetta sýndi og sannaði sig þegar indverska tónlistarmyndbandið við kvikmyndina Dilwale var tekið upp á Suðulandi árið 2015. 237 milljónir hafa horft á myndbandið á Youtube og kom Íslandi á kortið hjá Indverjum.
Hér má sjá nánar um fund Íslandsstofu
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur fjölgun ferðamanna frá Indlandi verið að meðaltali 20% frá Júní 2017, eða þegar Hagstofa Íslands byrjaði að skrá komu Indverja.
2017 | 2018 | (%) | |
Janúar | 867 | ||
Febrúar | 949 | ||
Mars | 1245 | ||
Apríl | 1470 | ||
Maí | 1849 | ||
Júní | 1787 | 2246 | 25,7% |
Júlí | 1664 | 2050 | 23,2% |
Ágúst | 1494 | 1661 | 11,2% |
September | 1717 | 2140 | 24,6% |
Október | 1979 | 2310 | 16,7% |
Nóvember | 1065 | ||
Desember | 1238 |