Vegvísir í ferðaþjónustu - Fundur á Höfn
Í haust kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýjan Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna og að Stjórnstöð ferðamálahafi verið sett á laggirnar. Um samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar er að ræða.
Boðað er til kynningarfundar um Vegvísinn á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 13. janúar. Á fundinum munu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt Herði Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, fara yfir helstu atriði Vegvísisins og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.
Fundurinn fer fram á Hótel Höfn og hefst kl. 12.00.
Boðið verður upp á súpu og brauð – allir velkomnir!
Nánari upplýsingar um Vegvísi í ferðaþjónustu er að finna á ferdamalastefna.is.