VestNorden í Færeyjum
22.09.2015
Um þessar mundir er Markaðsstofa Suðurlands ásamt Ríki Vatnajökuls á VestNorden í Færeyjum. Þar sem Ferðasalar frá Skandinavíu koma og kynna sér það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Fundarlisti Markaðsstofunnar er svo sannarlega fullbókaður og verður gaman að kynna alla þá flottu starfsemi sem Suðurland hefur upp á að bjóða.