Viðburðaríkt haust og spennandi verkefni framundan
Mikið hefur verið um að vera hjá Markaðssstofu Suðurlands síðustu misserin. Ber þar hæst að nefna útgáfu landshlutabæklingsins sem mun fara í prent á allra næstu dögum.
Þá hefur Markaðsstofan verið að skipuleggja FAM ferð um Suðurland fyrir ferðasala frá Dublin í samstarfi við Austurbrú, Íslandsstofu og WOWair og í góðu samstarfi við ferðamálafulltrúa/klasa á svæðinu. Eru gestirnir væntanlegir um miðjan september.
Þá styttist óðum í VestNorden sem haldið verður í Færeyjum að þessu sinni og mun Markaðsstofan ásamt Ríki Vatnajökuls vera með bás þar og kynna Suðurland með aðildarfyrirtækin í forgrunni.
Markaðsstofan er einnig að vinna að skemmtilegu verkefni með Iceland Review. Um er að ræða útgáfu á sérstökum Suðurlandsblaðauka sem gefinn verður út í október. Áherslan verður á haustið og veturinn þar sem fjölbreytni í gistimöguleikum, afþreyingu og matarupplifun er samnefnarinn umfjölluninni ásamt góðu aðgengi að landshlutanum og að sjálfsögðu stórbrotin náttúran.
Þá eru fleiri skemmtileg verkefni á teikniborðinu sem gaman verður að segja frá innan tíðar.