Vitaleiðin formlega opnuð í góðu veðri
Þeim til stuðnings eru Ólafur Rafnar Ólafsson, fulltrúi Árborgar í vinnu við gerð Vitaleiðarinnar og Sandra Dís Hafþórsdóttir, fulltrúi Ölfuss í vinnu við gerð Vitaleiðarinnar
Laugardaginn 12. Júní síðast liðinn var nýjasta ferðaleið Suðurlands, Vitaleiðin, formlega opnuð við hátíðlega athöfn við Stað á Eyrarbakka. Þetta var þriðja tilraun til þess að opna Vitaleiðina en upphaflega var áætlað að opna hana á árinu 2020 en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn líkt og með margt annað. Loksins gafst rými til að hóa saman fólki, klippa á borða og opna Vitaleiðina formlega.
Ávörp voru flutt af Dagnýju H. Jóhannsdóttur, framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands, Gesti Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Á milli ávarpa var tónlistaflutningur þar sem Jón Óskar Erlendsson spilaði undir söng dætra sinna Evu Þóreyju og Ásdísi Karen. Að lokunum ávörpum og tónlist var farið upp á sjóvarnargarðinn þar sem Gestur og Gísli opnuðu Vitaleiðina formlega.
Á opnunardeginum var margt að sjá og upplifa líkt og alla aðra daga, söfn, veitingastaðir og afþreying. Sem dæmi var skemmtilegur viðburður var í Knarrarósvita, í samvinnu við Vitafélagið, þar var tónlistakonan Kira Kira var með tónlistarinnsetninguna Strandverðir sálarinnar, þar gátu gestir hlustað á heilandi tóna um leið og þeir gengu upp Knarrarósvita. Einnig var áætlað að hafa Hafnarnesvita opinn og hafa listasmiðju fyrir börn en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá þurfti að fella þann viðburð niður. Rjómabúið á Baugstöðum var opið fyrir gesti og gangandi ásamt önnur söfn á vegum Byggðarsafn Árnesinga, listamenn voru með opin gallerý og á Stað var listasmiðja fyrir börn.
Vitaleiðin er 50 km löng leið sem nær frá Selvogsvita í vestri og Knarrarósvita í austri. Vitaleiðin bíður upp á fjölbreytta ferðatilhögun, göngu, hlaup eða akandi sem dæmi. Endilega kynnið ykkur Vitaleiðina betur hér.
Sunnlendingar og aðrir, til hamingju með nýjustu viðbótina í perlufesti ferðaleiða á Suðurlandi!
Umfjallanir um opnun Vitaleiðarinnar: