Rangárþing ytra hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Í sveitarfélaginu er að finna ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyldur, gistingu, veitingar og margt fleira. Hvort sem um er að ræða stutt stopp, dagsferð eða dvöl til lengri tíma þá er alltaf gaman að stoppa á Hellu.
Gisting:
Gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum.
Afþreying:
- Frisbígólf
- Golf
- Sund – Hellu og Laugalandi
- Hestaleigur
- Hellaskoðanir
- Buggyferðir
- Veiði
- Fjöruferð í Þykkvabæ
Áhugaverðir staðir:
Hekla, Landmannalaugar, hellar sem gaman er að skoða með fjölskyldunni og margt fleira. Á Hellu er að finna sundlaug sem hefur að geyma skemmtilegar rennibrautir og busllaug fyrir börnin. Einnig er frisbígolfvöllur í bænum og hægt að fá lánaða diska í íþróttahúsinu.
Matur:
Veitingastaðir, bakarí, skyndibiti, kjöt- og fiskverslun – gott beint á grillið!
Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni: