Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rangárþing eystra er tilvalin áfangastaður til að njóta og upplifa náttúruna í sinni fegurstu mynd. Hvort sem um er að ræða útivist í góðra vina hóp, rómantíska göngu um náttúruperlur eða ævintýralega ferð upp um fjöll og firnindi. Slaka svo á við vatnsnið við einhvern af fjölmörgum fossum í sveitarfélaginu eða í heitum potti í sundlauginni. Rangárþing eystra er vel í stakk búið að bjóða upp á allan pakkann svo upplifun þín verði sem allra best.

Gisting:

Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.

Afþreying:

  • Sundlaugin á Hvolsvelli
  • Þórsmörk: gönguleiðir um allt svæðið, möguleiki á styttri og lengri gönguferðum fyrir alla aldurshópa.
  • Tumastaða- og Tunguskógur: Göngu- og hjólastígar um skógarsvæðið, hvort sem þú ert að leita að rómantískum spásstúr eða ævintýraferð fyrir fjölskylduna.
  • Stóri-Dímon;  Stutt gönguferð við allra hæfi og útsýnið frábært á toppnum.
  • Gamla Seljavallalaugin; náttúruleg sundlaug
  • Jeppaferðir, lengri og styttri ferðir við allra hæfi.
  • Föruferð í Landeyjarfjöru
  • Hellaskoðun
  • Kanó siglingar
  • Hestaleigur
  • Lava center
  • Skógasafn

Áhugaverðir staðir:

Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir.

Matur:

Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.

Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar.

Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is

Hvolsvöllur og nágrenni