Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Suðurland staðurinn en fjölmargt er í boði fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma. Fjölbreyttir gisti- og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann.
Hér er hægt að skoða ýmsar hugmyndir að sæluferðum á Suðurland.
Sæluferð í Uppsveitum
UppsveitirMenning, matur sagaMenning og saga er samofin náttúru og daglegu lífi. Fjölmargar náttúruperlur og merkir sögustaðir eru í uppsveitunum sem gaman er að kanna. Ferðalögum fylgir gjarnan matarupplifun og í uppsveitunum er lögð áhersla á sérstöðu á hverjum stað. Víða er blandað saman búskap, garðyrkju og ferðaþjónustu og gestum gefinn kostur á að fræðast og upplifa. Fræðsla um búskaparhætti fyrr og nú, matvælaframleiðslu og nýtingu jarðhita. Víða má versla matvörur beint frá býli, kjöt, grænmeti, ber og ýmislegt góðgæti.GistingTjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálarwww.sveitir.is www.south.is
Afþreying Söfn/sögustaðir/sýningar
Laugarvatnshellar, heimsókn í helli þar sem búið var með leiðsögn www.thecavepeople.is
Margmiðlunarsýning í Fræðslumiðstöðinni á Hakinu á Þingvöllum www.thingvellir.is
Skálholt merkur sögustaður, www.skalholt.is
Sólheimar Grímsnesi, listhús og “Menningarveisla” www.solheimar.is
Sólheimar Hrunamannahreppi, Samansafnið, minjasafn og fornbílar . www.facebook.com/samansafnið
Virkjanir, sýningar opnar á sumrin www.lv.is Ljósafossstöð
Útivist / Gönguferðir
Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is
Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is
Gönguleiðir í skógum: Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi og á Laugarvatni eru merktir göngustígar.
Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.
Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna.
Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is
Sund – Gufa
Baðmenningin er sterk á jarðhitasvæði.Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana www.fontana.is Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is
Áhugaverðir staðirÞingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur. Byggðakjarnar.MaturFjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla. Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. www.sveitir.is www.south.isMatarupplifun
Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar www.fridheimar.is
Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og ísbúð. www.efstidalur.is
Farmers Bistro Flúðum, veitingastaður og fræðsla um svepparæktun www.farmersbistro.is
Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á mat, menningu og sögu.Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu. Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is
Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
View
Sæluferð í Rangárþing ytra
Ef þú vilt njóta sveitarsælunnar í góðra vina hópi, þá er Rangárþing ytra staðurinn.
Gisting: gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum.
Afþreying:
Frisbígólf
Golf
Sund – Hellu og Laugalandi
Hestaleigur
Hellaskoðanir
Buggy ferðir
Veiði
Gönguferðir
Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar.
Matur: Veitingastaðir, bakarí, sjoppa.
Endilega kynntu þér Rangárþing ytra og nágrenni enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:
Hella og nágrenni
View
Sæluferð í Mýrdalshrepp
Hefur þú farið í borgarferð til Víkur? Fá þorp á Íslandi bjóða upp á eins mikið úrval af hótelum, veitingastöðum og börum. Bragðið á Fagradals bleikju, fáið kynnisferð um brugghúsið og takið svo göngu á ströndinni á meðan kvöldsólin kyssir Reynisdranga. Í gamla hluta þorpsins finnur þú sjóminjasafnið Hafnleysu og gestastofu Kötlu jarðvangs þar sem þú getur fengið kort af bænum og upplýsingar um alla helstu staðina.
Gisting:
Hótel
Fjölbreytt gistiheimili
Sveitagisting
Afþreying:
Golfvöllur
Hestaferðir í fjörunni
Hraunsýningin Icelandic Lava Show
Jeppaferðir
Gönguleiðir
Sundlaug
Sjóminjasafnið Hafnleysa
Kötlusetur, gestastofa Kötlu jarðvangs
Áhugaverðir staðir:
Sólheimajökull
Flugvélarflakið á Sólheimasandi
Dyrhólaey
Reynisfjara
Víkurfjara
Víkurþorp
Hjörleifshöfði
Þakgil
Ýmsar gönguleiðir
Matur:
Suður-Vík veitingahús
Halldórskaffi
Smiðjan brugghús
Súpufélagið
Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
Ströndin bar & bistro
Ice-cave veitingahús
Lava-café kaffihús
Leggðu bílnum og njóttu alls þess sem Vík hefur upp á að bjóða í göngufæri. Endilega kynntu þér Mýrdalshrepp og nágrenni enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:
Vík í Mýrdal
View
Sæluferð í Skaftárhrepp
Er langt síðan þú hefur farið út í náttúruna bara til að njóta? Hvernig væri að skilja símann eftir, ganga, hjóla, keyra, hlaupa stefnulaust og njóta. Njóta náttúrunnar og samveru með vinum. Í Skaftárhreppi er langt frá upphafi til enda sveitarinnar og frá fjöru til fjalla en þar á milli er náttúran síkvik og alltaf von á einhverjum ævintýrum.
Gisting: https://eldsveitir.is/Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði og sumarhús. Fjölbreyttir möguleikar fyrir pör eða vinahópa. Hægt að leigja sumarhús þar sem hópurinn er einn eða vera á stærri hótelum sem bjóða alla þjónustu.
Afþreying: Í Skaftárhreppi hafa verið stikaðar styttri göngleiðir nærri Kirkjubæjarklaustri til dæmis Ástarbrautin, Hæðargarðsleið um Landbrotshólana og leið inn í dalinn hjá Geirlandi þar sem er gömul rafstöð og lítil sýning sem segir sögu heimarafstöðvanna. Þeir sem vilja sögur geta lesið eldsveitir.is þar er sagt frá systrum og munkum, listamönnum og bændum, eldgosum og skiptströndum. Fyrir þá sem vilja klífa fjöll er Lómagnúpur alltaf í leiðinni. Það er skemmtileg gönguleið upp á Gjátind sem gnæfir yfir Eldgjána og Laki og Sveinstindur eru viðráðanlegir fyrir flesta.
Á Kirkjubæjarklaustri er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs þar er sýning um mosa í öllum myndum og fleira spennandi. Á Klaustri er, sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og íþróttasalur sem hægt er að leigja.
Áhugaverðir staðir: Friður og frumkraftar eru einkenni Skaftárhrepps þar sem svæðið er mjög stórt og náttúruhamfarir hafa sett mark sitt á mannlíf og náttúru. Þeir sem eru á jeppa ættu að gera sér ferð inn að Langasjó, upp í Eldgjá, inn að Laka, inn á Mælifellssand eða niður á fjörurnar. Allir þessi staðir eru paradís ljósmyndara. Það er auðveldast að komast á fjöru við Skaftárósvita þar sem er safn sem segir sögu Skaftfellings og verslunar á þessum stað langt frá byggð.
Matur: Margir veitingastaðir bjóða upp á grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi. Nokkrir veitingastaðir bjóða upp á rétti úr heimabyggð t.d. bleikju, lambakjöt og nautakjöt. Svo er skemmtilegt að kaupa hráefni úr Skaftárhreppi og matreiða þegar heim er komið.
Skaftárhreppur er ævintýri fyrir þá sem vilja stjórna ferðum sínum sjálfir og fyrir þá sem vilja leggja meira upp úr því að njóta en þjóta.
Kirkjubæjarklaustur
AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA
View
Sæluferð í Ríki Vatnajökuls
Sveitarfélagið Hornafjörður er staður lista og matarmenningar þar sem að þú getur notið dvalarinnar með maka þínum og/eða vinum í slakandi umhverfi helstu náttúruperla Íslands.
Rómantísk ferð í Hornafjörðinn
Gisting: Hvort sem þú vilt njóta gistingar á rómantískum sælureit til sveita eða á hóteli innan Hafnar þá hefur ríki Vatnajökuls upp á allt að bjóða.
Afþreying:
Söguganga og syngjandi sumarnætur. Láttu leiða þig um lista- og menningasöfn bæjarins. Róm
Hvernig hljómar göngutúr eða hlaup eftir strandstígnum á Höfn og gæðastund í sundlaug Hafnar?
Það gerist vart dásamlegra en að njóta kyrrðar jökullónanna á kayak og slakaðu svo á í náttúrupottum með elskunni þinni.
Upplifðu jökla- og gönguferðir um náttúruperlur svæðisins og skelltu þér einn hring á golfvellinum á Höfn í draumkennsu umhverfi
Leyfðu þér lautarferð um leyndar slóðir. Rómantík við rætur Vatnajökuls.
Matur: Ríki Vatnajökuls er þekkt fyrir mikla matarmenningu þar sem hágæða veitingastaðir nota fersk hráefni af svæðinu. Láttu dekra við bragðlaukana í rómantísku umhverfi við rætur Vatnajökuls.
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Höfn, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Jökulsárlón, Stafafell
Vinkonuferðin
Gisting: Hótel og gistiheimili bæjarins, sumarbústaður
Afþreying: Listasöfn og mennigasöfn bæjarins, jöklaferðir og gönguferðir um náttúruperlur sveitafélagsins, afslöppun í náttúrupottum, sundlaug Hornafjarðar, göngutúr eða hlaup eftir Reikistjörnustígnum á Höfn, kayak og bátaferðir á jökullónum og golf á golfvelli Hafnar.
Matur: Hágæða veitingastaðir bæjarins sem bjóða upp á hágæða mat og gott kaffi
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Lónsöræfi, Stafafell
Vinaferðin
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Blandaðir hópar
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:
Hornafjörður
View
Sæluferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er tilvalin áfangastaður til að njóta og upplifa náttúruna í sinni fegurstu mynd. Hvort sem um er að ræða útivist í góðra vina hóp, rómantíska göngu um náttúruperlur eða ævintýralega ferð upp um fjöll og firnindi. Slaka svo á við vatnsnið við einhvern af fjölmörgum fossum í sveitarfélaginu eða í heitum potti í sundlauginni. Rangárþing eystra er vel í stakk búið að bjóða upp á allan pakkann svo upplifun þín verði sem allra best.
Gisting:
Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.
Afþreying:
Sundlaugin á Hvolsvelli
Þórsmörk: gönguleiðir um allt svæðið, möguleiki á styttri og lengri gönguferðum fyrir alla aldurshópa.
Tumastaða- og Tunguskógur: Göngu- og hjólastígar um skógarsvæðið, hvort sem þú ert að leita að rómantískum spásstúr eða ævintýraferð fyrir fjölskylduna.
Stóri-Dímon; Stutt gönguferð við allra hæfi og útsýnið frábært á toppnum.
Gamla Seljavallalaugin; náttúruleg sundlaug
Jeppaferðir, lengri og styttri ferðir við allra hæfi.
Föruferð í Landeyjarfjöru
Hellaskoðun
Kanó siglingar
Hestaleigur
Lava center
Skógasafn
Áhugaverðir staðir:
Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir.
Matur:
Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.
Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar.
Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is
Hvolsvöllur og nágrenni
View
Sæluferð um Selfoss og nágrenni
Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Suðurland staðurinn en fjölmargt er í boði fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma. Fjölbreyttir gisti- og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann. Fjöldi hestaleigna er á svæðinu auk annarrar afþreyingar fyrir minni og stærri hópa á öllum aldri.
GistingÁ Selfosssvæðinu finnur þú fjölbreytt úrval gistimöguleika, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða minni og stærri hópa. Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús og íbúðir.
AfþreyingSöfn / áningastaðir / sýningar
Bobby Fischer safnið | www.fischersetur.is
Hallskot, útivistar- og skógræktarsvæði við Eyrarbakka
Bakkastofa | www.bakkastofa.is
Byggðasafn Árnesinga | www.byggdasafn.is
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka | www.byggdasafn.is
Listagjáin, sýningarsalur í Ráðhúsi Árborgar Selfossi
Staður, upplýsingamiðstöð (einungis sumaropnun) | www.arborg.is
Konubókastofa | www.konubokastofa.is
Hellisskógur, útivistar- og skógræktarsvæði við Selfoss | https://www.skogargatt.is/hellisskogur
Veiðisafnið Stokkseyri | www.veidisafnid.is
Tré og list | www.treoglist.is
Þuríðarbúð | www.byggdasafn.is
Rjómabúið á Baugsstöðum | www.byggdasafn.is
Íslenski bærinn | www.islenskibaerinn.is
Timburhólar, skógræktarsvæði | www.floahreppur.is
Útivist / Gönguferðir á Selfosssvæðinu
Ingólfsfjall bíður uppá fjölda gönguleiða með frábæru útsýni yfir Suðurlandið
Skógræktarsvæðið við Hellisskóg, merktar gönguleiðir og upplýsingar um svæðið
Ásavegur er 14,5 km slóði við fuglafriðlandið í Flóa. Krefjandi ganga
Flóaáveitan, merkt gönguleið um 4,5 km
Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyri, um 4 km langur stígur
Fuglafriðlandið í Flóa, fuglaskoðunarhús og merktar gönguleiðir
Sundhöll Selfoss, staðsett við miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verlsunum og þjónustu
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar nálægt tjaldsvæði Stokkseyrar
Áhugaverðir staðirÖlfusá, Miðbær Selfoss (opnar júní 2021), Selfosskirkja, Ölfusárbrú, Hellirinn í Hellisskógi, Laugardælakirkja, Hvítá, Oddgeirshólar, Hraungerði, Flóaáveitan, Dælarétt, Urriðafoss, Þingdalir, Kolsgarður, Villingaholt, Ferjunes, Flótshólar, Loftstaðir, Gaulverjabær, Timburhóll, Rútsstaðir - Suðurkot, Austur-Meðalholt, Ölfisholt brugghús, Knarrarósviti, Stokkseyrarkirkja, ströndin frá Knarrarósvita að Óseyrarbrú, Þjórsárhraun, Eyrarbakkakirkja, Drepstokkshóll, Hallskot, fuglafriðlandið í FlóaMaturFjöldi veitingastaða er að finna á Selfosssvæðinu, hvort sem það er klassískur skyndibiti, úrvals bakari, eðal veitingastaðir eða notarlegt kaffihús þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi. Við opnun nýja miðbæjarins á Selfossi sumarið 2021 mun bætast enn meira í matarflóru svæðisins.
View