Sveitarfélagið Hornafjörður er staður lista og matarmenningar þar sem að þú getur notið dvalarinnar með maka þínum og/eða vinum í slakandi umhverfi helstu náttúruperla Íslands.
Rómantísk ferð í Hornafjörðinn
Gisting: Hvort sem þú vilt njóta gistingar á rómantískum sælureit til sveita eða á hóteli innan Hafnar þá hefur ríki Vatnajökuls upp á allt að bjóða.
Afþreying:
- Söguganga og syngjandi sumarnætur. Láttu leiða þig um lista- og menningasöfn bæjarins. Róm
- Hvernig hljómar göngutúr eða hlaup eftir strandstígnum á Höfn og gæðastund í sundlaug Hafnar?
- Það gerist vart dásamlegra en að njóta kyrrðar jökullónanna á kayak og slakaðu svo á í náttúrupottum með elskunni þinni.
- Upplifðu jökla- og gönguferðir um náttúruperlur svæðisins og skelltu þér einn hring á golfvellinum á Höfn í draumkennsu umhverfi
- Leyfðu þér lautarferð um leyndar slóðir. Rómantík við rætur Vatnajökuls.
Matur: Ríki Vatnajökuls er þekkt fyrir mikla matarmenningu þar sem hágæða veitingastaðir nota fersk hráefni af svæðinu. Láttu dekra við bragðlaukana í rómantísku umhverfi við rætur Vatnajökuls.
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Höfn, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Jökulsárlón, Stafafell
Vinkonuferðin
Gisting: Hótel og gistiheimili bæjarins, sumarbústaður
Afþreying: Listasöfn og mennigasöfn bæjarins, jöklaferðir og gönguferðir um náttúruperlur sveitafélagsins, afslöppun í náttúrupottum, sundlaug Hornafjarðar, göngutúr eða hlaup eftir Reikistjörnustígnum á Höfn, kayak og bátaferðir á jökullónum og golf á golfvelli Hafnar.
Matur: Hágæða veitingastaðir bæjarins sem bjóða upp á hágæða mat og gott kaffi
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Lónsöræfi, Stafafell
Vinaferðin
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Blandaðir hópar
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum: