Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppsveitir
Menning, matur saga

Menning og saga er samofin náttúru og daglegu lífi. 
Fjölmargar náttúruperlur og merkir sögustaðir eru í uppsveitunum sem gaman er að kanna. Ferðalögum fylgir gjarnan matarupplifun og í uppsveitunum er lögð áhersla á sérstöðu á hverjum stað. Víða er blandað saman búskap, garðyrkju og ferðaþjónustu og gestum gefinn kostur á að fræðast og upplifa.  Fræðsla um búskaparhætti fyrr og nú, matvælaframleiðslu og nýtingu jarðhita.  Víða má versla matvörur beint frá býli, kjöt, grænmeti, ber og ýmislegt góðgæti.

Gisting
Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar
www.sveitir.is www.south.is  

Afþreying

Söfn/sögustaðir/sýningar

Útivist / Gönguferðir

  • Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi og á Laugarvatni eru merktir göngustígar.
  • Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir. 
  • Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna.

Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is

Sund – Gufa

Baðmenningin er sterk á jarðhitasvæði.
Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, 
Laugarvatn Fontana www.fontana.is
Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug  Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is

Áhugaverðir staðir
Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur. Byggðakjarnar.

Matur
Fjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli.
www.sveitir.is
www.south.is

Matarupplifun

  • Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla daga
    Fræðsla og veitingar www.fridheimar.is                   
  • Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og ísbúð. www.efstidalur.is
  • Farmers Bistro Flúðum, veitingastaður og fræðsla um svepparæktun www.farmersbistro.is 

Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á mat, menningu og sögu.
Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu. 
Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.
Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is

Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.

Íþróttamiðstöðin Borg
Afgreiðslutími Sumar: 1. júní - 24. ágústVirka daga: 10:00 - 22:00 Helgar: 10:00 - 19:00 Vetur: 25. ágúst - 1. júníMánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga: 14:00 - 22:00Föstudaga: LokaðLaugardaga og sunnudaga: 11:00 - 18:00
Íþróttamiðstöðin í Reykholti
Íþróttamiðstöðin í Reykholti samanstendur af sundlaug með rennibraut, tveim heitum pottum og köldu keri, íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Opnunartímar sumar: Mánudaga-föstudaga: 12-20 Laugardaga-sunnudaga: 12-18   Opnunartímar vetur: Mánudaga og miðvikudaga: 14:00 - 20:00Þriðjudaga og Fimmtudaga: 14:00 - 22:00Föstudaga: 13:00 - 17:00Laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudagar: Lokað
Sundlaugin Flúðum