Sveitarfélagið Hornafjörður býður upp á fjölbreytta afþreyingu, gistingu og mat við allra hæfi! Hornafjörðurinn tekur vel á móti gestum sínum og hér eru nokkrar tillögur að frábærum dögum í Ríki Vatnajökuls.
Fjölskylduferð í Ríki Vatnajökuls
Sveitarfélagið Hornafjörður býður upp á fjölbreytta afþreyingu, gistingu og mat við allra hæfi! Hornafjörðurinn tekur vel á móti allri fjölskyldunni og hér eru nokkrar tillögur að frábærum dögum í Ríki Vatnajökuls!
Gisting: Ríki Vatnajökuls býður upp á fjölbreytta gistimöguleika fyrir fjölskylduna, allt frá tjaldsvæðum og smáhýsum upp í fjölskylduvæna hótelgistingu.
Afþreying:
Skellið ykkur í fjallgöngu og heitu pottana á meðan börnin spreyta sig í ratleik í góðra vina hópi
Frisbí golf, fjöruferð og annað fjölskyldufjör í Hornafirðinum
Golfvöllurinn á Höfn. Frábær fjölskyldudagur og börnin spila frítt!
Hefurðu farið með börnin á stærsta jökul Evrópu og skellt þér í ferðalag um vetrarbrautina? Upplifðu ævintýrin í Ríki Vatnajökuls!
Kayak, klifur og annað jöklafjör....upplifðu bakgarðinn í Ríki Vatnajökuls!
Söfn, setur og sumarsmiðjur fyrir börn.
Matur: Fjölbreytt flóra veitingastaða sem bjóða upp á girnilega barnamatseðla, heimagerðar pizzur, samlokur og heimagerðan ís
Gisting: Tjaldsvæði, gistiheimili, hótel með fjölskylduherbergjum, sumarbústaðir o.fl.
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni:
Hornafjörður
View
Ævintýraferð í Ríki Vatnajökuls
Sama hvort þú kjósir að heimsækja heimilislega líkamsrækt eða hendast upp á næsta fjallstind, þá er ríki Vatnajökuls sannkallaður ævintýraheimur fyrir heilsueflingu og vellíðan.
Gisting: Svæðið býður upp á fjölbreytta flóru hótela og gististaða við rætur Vatnajökuls þar sem kjörið er að láta þreytuna líða úr sér eftir ævintýralegan dag í jökladýrðinni. Einnig eru góð tjaldsvæði með smáhýsum í boði fyrir þá sem það kjósa.
Afþreying: Hvort sem þú tekur með nesti í bílinn og skottast í gönguferð um náttúruperlur svæðisins eða ferð í flotta fjallaferð með þaulreyndum og staðkunnugum heimamönnum, þá er allt í boði hér við rætur Vatnajökuls.
Hvernig hljómar fallegur dagur á fjöllum sem endar með mjúkri jógastund og kvöldmáltíð í uppgerðri sveitahlöðu?
Eða ertu meira fyrir klettaklifur, kayak og náttúrulaugar?
Ekki má gleyma merktu gönguleiðunum við jökulbrúnina…sem eru að sjálfsögðu líka kjörnar fyrir vaska utanvegahlaupara!
Ríki Vatnajökuls er sannkallað ævintýraland þegar kemur að hreyfingu og vellíðan.
Matur: Hágæðaveitingastaðir sem notast við ferskasta hráefnið með sjávarfang í forgrunni
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Jökulsárlón, Fjallsárlón, Náttúrupottar í Hoffelli, Höfn, Stafafell
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:
Hornafjörður
View
Sæluferð í Ríki Vatnajökuls
Sveitarfélagið Hornafjörður er staður lista og matarmenningar þar sem að þú getur notið dvalarinnar með maka þínum og/eða vinum í slakandi umhverfi helstu náttúruperla Íslands.
Rómantísk ferð í Hornafjörðinn
Gisting: Hvort sem þú vilt njóta gistingar á rómantískum sælureit til sveita eða á hóteli innan Hafnar þá hefur ríki Vatnajökuls upp á allt að bjóða.
Afþreying:
Söguganga og syngjandi sumarnætur. Láttu leiða þig um lista- og menningasöfn bæjarins. Róm
Hvernig hljómar göngutúr eða hlaup eftir strandstígnum á Höfn og gæðastund í sundlaug Hafnar?
Það gerist vart dásamlegra en að njóta kyrrðar jökullónanna á kayak og slakaðu svo á í náttúrupottum með elskunni þinni.
Upplifðu jökla- og gönguferðir um náttúruperlur svæðisins og skelltu þér einn hring á golfvellinum á Höfn í draumkennsu umhverfi
Leyfðu þér lautarferð um leyndar slóðir. Rómantík við rætur Vatnajökuls.
Matur: Ríki Vatnajökuls er þekkt fyrir mikla matarmenningu þar sem hágæða veitingastaðir nota fersk hráefni af svæðinu. Láttu dekra við bragðlaukana í rómantísku umhverfi við rætur Vatnajökuls.
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Höfn, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Jökulsárlón, Stafafell
Vinkonuferðin
Gisting: Hótel og gistiheimili bæjarins, sumarbústaður
Afþreying: Listasöfn og mennigasöfn bæjarins, jöklaferðir og gönguferðir um náttúruperlur sveitafélagsins, afslöppun í náttúrupottum, sundlaug Hornafjarðar, göngutúr eða hlaup eftir Reikistjörnustígnum á Höfn, kayak og bátaferðir á jökullónum og golf á golfvelli Hafnar.
Matur: Hágæða veitingastaðir bæjarins sem bjóða upp á hágæða mat og gott kaffi
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Fjallsárlón, Lónsöræfi, Stafafell
Vinaferðin
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Blandaðir hópar
Gisting: Sumarbústaður, hótel, tjaldsvæði
Afþreying: Jöklagöngur og sleðaferðir, klettaklifur í Öræfum, gönguferðir um náttúruperlur sveitarfélagsins, golf, afslöppun í náttúrupottum, kayak á jökullónum,
Matur: Veitingastaðir sem bjóða upp á hágæðamat, heimagerðar pizzur og samlokur
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Lónsöræfi, Fjallsárlón, Stafafell
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:
Hornafjörður
View