Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

 

Velkomin á áhrifasvæði Kötlu – 6. svið Eldfjallaleiðarinnar

Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón. Katla gaus að minnsta kosti tuttugu sinnum frá árinu 930 til ársins 1918, þessi gos sköpuðu svörtu sandana og strendurnar sem fólk kemur alls staðar að til að sjá. Jöklaferðir á Sólheimajökli, stopp í Reynisfjöru eða hin einstaka hraunsýning hjá Lava Show eru ógleymanlegar leiðir til að kynnast svæðinu betur. Þó svo að svæðið laði að sér marga ferðamenn á ári hverju eru líka ótal friðsælir staðir og gönguleiði við allra hæfi.

 

Afþreying - Katla

Gisting - Katla

Lærðu um hraun

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Hvergi annars staðar í heiminum getur fólk upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Frábær sýning sem samtvinnar á einstaklega eftirminnilegan máta fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna. 

Sjóðheitar staðreyndir

Eldgos undir jökli líkt og Kötlugos skapa afar sérstæðar aðstæður. Í Kötlugosinu 1918 varð hitinn til þess að jökulísinn bráðnaði mjög hratt sem varð til þess að stórt jökulhlaup braust fram úr jöklinum. Jökulhlaup er eitt af einkennum eldgosa undir jöklum. Samspil hrauns og íss verður einnig til þess að mikil gjóska myndast. Þá getur aska þakið allt umhverfi eldfjallsins og borist langar leiðir með vindum.

 Í Kötlugosinu 1918 varð hitinn til þess að jökulísinn bráðnaði mjög hratt sem varð til þess að stórt jökulhlaup braust fram úr jöklinum. 

Skemmtileg staðreynd: Katla er gríðarstór. Gígur hennar þekur um 100m2, sem er svipað flatarmál og öll París, höfuðborg Frakklands!

 

 

Katla

Katla hvílir undir Mýrdalsjökli - Ljósmynd: Páll Jökull Pétursson

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu