Velkomin á áhrifasvæði Kötlu – 6. svið Eldfjallaleiðarinnar
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón. Katla gaus að minnsta kosti tuttugu sinnum frá árinu 930 til ársins 1918, þessi gos sköpuðu svörtu sandana og strendurnar sem fólk kemur alls staðar að til að sjá. Jöklaferðir á Sólheimajökli, stopp í Reynisfjöru eða hin einstaka hraunsýning hjá Lava Show eru ógleymanlegar leiðir til að kynnast svæðinu betur. Þó svo að svæðið laði að sér marga ferðamenn á ári hverju eru líka ótal friðsælir staðir og gönguleiði við allra hæfi.
Fyrir forvitna:
Upplifðu:
Vinsælir staðir: