Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Heklu – 3. svið Eldfjallaleiðarinnar

Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum, toppur Heklu stendur í 1491 metra yfir sjávarmáli og sést víða að á Suðurlandi. Þrátt fyrir tíð elddgos er svæðið í kringum Heklu frjósamt landbúnaðarsvæði þar sem fólk hefur haft aðsetur allt frá landnámi víkinga og jafnvel fyrr. Sjáðu Heklu í návígi þegar þú heimsækir Þjórsárdal eða bókaðu heimsókn í hellana á Hellu til að læra meira um leyndardómsfulla sögu svæðisins.

Afþreying - Hekla

Aðrir (1)

Local Travel Stóri Klofi 851 Hella 615-9001

Gisting - Hekla

Heill heimur hella

Á Suðurlandi má finna ótal manngerða hella. Tólf manngerðir hellar hafa fundist við Ægisíðu við Hellu og hafa fjórir þeirra verið opnaðir fyrir almenningi. Þessi sögulegi staður er einn elsti fornleifafundur í sögu Íslands sem stendur enn í sinni upprunalegu mynd. Margir trúa því að saga hellanna nái jafnvel aftur fyrir landnám norrænna manna á Íslandi. Í hellunum má finna gamla krossa, útskorna veggi og útskorin sæti.

Dulúð umlykur hellana og hefur fólk spurt sig svo öldum skipti:

  • Eru hellarnir handverk keltneskra íbúa?
  • Voru hellarnir notaðir í trúarlegum tilgangi?

Hellarnir á Hellu eru frábært tækifæri til að fræðast betur um þessa sögulega hella á Íslandi.

Sjóðheitar staðreyndir

Hekla er það eldfjall sem er hvað virkast og eitt af þekktusutu eldfjöllum Íslands. Á miðöldum trúði fólk að Hekla væri hlið að Helvíti. Hekla er 1490 metrar á hæð og nær eldfjallakerfið yfir 60km í sprungum útfrá Heklu. Hekla hefur gosið 23 sinnum á síðustu 100 árum sem gerir Heklu að þriðja virkasta eldfjallasvæði landsins. Eldgos úr Heklu hefjast oftast með stóru sprengigosi sem eiga oftast upptök sín í miðri eldstöðinni. 

... Á miðöldum trúði fólk að Hekla væri hlið að Helvíti

Hekla

Hekla - Ljósmynd: Jóhann Óli

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu