Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Velkomin á áhrifasvæði Eldfells – 5. svið Eldfjallaeiðarinnar

    Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar. Eldgosið í Heimaey var fyrsta eldgosið í byggð í sögu Íslands. Mánuðum eftir að gosinu loksins lauk sneru margir íbúar bæjarins til baka og hefur samfélagið í Vestmannaeyjum blómstrað síðan. Í dag búa um 4500 mans í Vestmannaeyjum. Það er um að gera að skella sér í stutta siglingu til að skoða og upplifa þessar fallegu eyjar. Heimsókn í Eldheima og stutt ganga á Eldfell sýnir þér sögu bæjarins í nýju ljósi.

     

    Upplifðu:

    • Nýja hraun
    • Skansinn
    • Herjólfsdalur

    Vinsælir staðir:

    • Eldfell volcano
    • Halldórsskora 
    • Stórhöfði

     

    Afþreying - Eldfell

    Gisting - Eldfell

    Kynntu þér eldfjallaeyjar

    ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar breyttu lífi fólksins sem þar bjó. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur.

    Gestir safnsins geta einnig kynnt sér sögu Surtseyjar sem myndaðist í gosi árið 1963, 10 árum fyrir gosið í Heimaey. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO.

    Sjóðheitar staðreyndir

    Gosið í Heimaey hafði mikil áhrif á bæði sögu og umhverfi Vestmannaeyjabæjar. Eldgosið hófst með sprungumyndun nálægt bænum sem að varð að gígnum sem myndar Eldfell í dag. Á einni nóttu var bærinn rýmdur og um 5000 íbúar fluttir af eyjunni. Um 400 hús urðu undir gjósku eða hrauni. Eldgosið varði í fimm mánuði og fórst þar einn vegna gasmengunar.

    Skemmtileg staðreynd: Þrátt fyrir miklar áhyggjur í upphafi varð hraunið til þess að bæta verulega aðstöðu hafnarinnar í Vestmannaeyjum. Hraunið gerði það að verkum að meira skjól myndaðist í höfninni. Þar að auki notuðu heimamenn hitann frá hrauninu til að hita húsin sín í um 15 ár eftir að gosinu lauk, það er einstakt dæmi um nýtingu jarðvarma!

     

     

    Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

    1. Fagradalsfjall
    Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
    2. Hengill
    Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
    3. Hekla
    Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
    4. Eyjafjallajökull
    Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
    5. Eldfell
    Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
    6. Katla
    Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
    7. Lakagígar
    Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
    8. Öræfajökull
    Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
    Algengar spurningar
    Þessi síða er í vinnslu