Velkomin á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls – 4. sviðið á Eldfjallaleiðinni
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010. Eldfjallið vakti hvað mesta athygli vegna þess að öskuský gossins lagðist yfir Evrópu og stöðvaði flugsamgöngur. Gosið í Eyjafjallajökli olli bæði flóðum og miklu gjóskufalli yfir bæi og þéttbýli í nágrenni jökulsins í rúman mánuð. Eftirmálar gossins urðu þó jákvæðari en margir þorðu að vona enda má færa rök fyrir því að gosið hafi komið Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir ferðalanga frá öllum heimshornum. Kostir öskunar komu einnig vel í ljós í návist jökulsins þar sem gjóskan úr gosinu virkaði vel sem áburður á tún og gróður og hafði þannig jákvæð áhrif á landbúnað á svæðinu eftir að gosinu lauk. Tveir þekktustu fossar landsins, Seljalandsfoss og Skógafoss, falla fram af fjallsbrúnum við rætur Eyjafjallajökuls. Taktu þér tíma til að læra allt um eldfjöll í Lava center á Hvolsvelli eða skipulegðu ferð í friðsæld og óspillta náttúru í Þórsmörk.
Fyrir forvitna:
Upplifðu:
Vinsælir staðir: