Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls – 4. sviðið á Eldfjallaleiðinni

 Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010. Eldfjallið vakti hvað mesta athygli vegna þess að öskuský gossins lagðist yfir Evrópu og stöðvaði flugsamgöngur. Gosið í Eyjafjallajökli olli bæði flóðum og miklu gjóskufalli yfir bæi og þéttbýli í nágrenni jökulsins í rúman mánuð. Eftirmálar gossins urðu þó jákvæðari en margir þorðu að vona enda má færa rök fyrir því að gosið hafi komið Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir ferðalanga frá öllum heimshornum. Kostir öskunar komu einnig vel í ljós í návist jökulsins þar sem gjóskan úr gosinu virkaði vel sem áburður á tún og gróður og hafði þannig jákvæð áhrif á landbúnað á svæðinu eftir að gosinu lauk. Tveir þekktustu fossar landsins, Seljalandsfoss og Skógafoss, falla fram af fjallsbrúnum við rætur Eyjafjallajökuls. Taktu þér tíma til að læra allt um eldfjöll í Lava center á Hvolsvelli eða skipulegðu ferð í friðsæld og óspillta náttúru í Þórsmörk. 

Afþreying - Eyjafjallajökull

Gisting - Eyjafjallajökull

Kynntu þér eldfjöll og jarðskjálfta

Eldfjalla- og jarðskjálftasýningin LAVA centre er helguð þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

 

 

Sjóðheitar staðreyndir

Toppur Eyjafjallajökuls er 1651 metra yfir sjávarmáli og er líklega hvað þektastur fyrir að vera erfiður í framburði hjá þeim sem ekki tala íslensku. Eldfjallið er staðsett á austur eldfjallasvæðinu og hefur verið tiltölulega virkt á síðustu 8000 árum með síðasta gosi árið 2010. Gosið árið 2010 olli víðtækustu flugtakmörkunum sem orðið hafa frá síðari heimsstyrjöld. Á toppi jökulsins er 2,5 kílómetra breið askja þakin um 200 metra þykkum ís. 

Gosið árið 2010 olli víðtækustu flugtakmörkunum sem orðið hafa frá síðari heimsstyrjöld.

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu