Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Herra Mosi - skemmtileg og fræðandi teiknimynd

Hr. MOSI er fyndin, skemmtileg og fræðandi teiknimynd, þar sem mosaálfurinn Hr. MOSI sýnir okkur hvernig við - mannfólkið – eigum að breyta hegðun okkar, þannig að við virðum og verndum mosann og annan gróður.
Guðmundur og Rannveig frá Iceland Bike Farm og Berglind og Tyrfingur frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. …

Framlag til ferðaþjónustu og Sproti ársins

Á árshátíð Markaðsstofu Suðurlands vour veittar viðurkenningar Markaðsstofunnar

Menningarkort Suðurlands

Menningarkort Suðurlands er nú komið út og dreift inn á öll heimili á Suðurlandi.

Á meðal þeirra bestu samkvæmt Tripadvisor

Tvö hótel á Suðurlandi meðal þeirra bestu hjá Tripadvisor

METÞÁTTTAKA Á MANNAMÓTUM 2019

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2019, 17. janúar sl. og var þetta í sjötta skipti sem viðburðurinn var haldinn.

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægulegt samstarf á liðnu ári og

Hleðslustöð á Flúðum

Nýlega var tekin í noktun hleðslustöð á Flúðum. Hlaðan er staðsett við Icelandair Hotel Flúðir og eykur þjónustu til ferðamanna sem heimsækja svæðið.

Atvinnuskapandi nemendaverkefni SASS

Samtök sunnlenskra sveitafélaga stendur að verkefninu Atvinnuskpanadi nemendaverkefni á Suðurlandi. Verkefninu er ætlað að hvertja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitafélaga á Suðurlandi.

Markaðsstofa Suðurlands 10 ára í dag!

Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Félagið, sem er sjálfseignarstofnun var sett á stofn á Selfossi 19. nóvember 2008.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: ✓ þarfir gesta og heimamanna ✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 og var hún unnin í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.

ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.

Suðurland útivistar áfangastaður 2018

Við erum stolt af verðlaununum sem Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum Suðurlandi sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018. Til hamingju Suðurland með flotta viðurkenningu.