ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU
Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.