Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fréttir
Fjársjóður í ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Þrír opnir fundir framundan hjá Markaðsstofu Suðurlands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Hæfnisetrinu.
Markaðsstofan Suðurlands á Icelandair Mid-Atlantic
Markaðsstofan hefur ekki setið auðum höndum þennan janúar því hún hefur nýlokið aðkomu sinni að Mid Atlantic sem fram fór 27. janúar s.l.
Metfjöldi þáttakanda og gesta á Mannamótum
Metfjöldi sótti Mannamót Markaðsstofa Landshlutana sem fór fram 19. Janúar s.l.
Mannamót – styrkir tengsl og eykur þekkingu
Árið 2023 byrjar með trompi hjá Markaðsstofu Suðurlands en fimmtudaginn 19. janúar verða haldin Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Mannamót hefur verið fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en þar hafa hátt í þúsund gestir mætt og sýnendur verið yfir 250. Sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið áberandi og hafa rótgróin fyrirtæki sem og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref, og öll flóran þar á milli, mætt og sagt frá þjónustu sinni og vöruúrvali.
Góð mæting á vinnustofur um Eldfjallaleiðina
Markaðsstofa Suðurlands ásamt Markaðsstofu Reykjaness hafa undanfarnar vikur haldið vinnustofur um Eldfjallaleiðina á svæðunum. Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið sem er hönnuð í samstarfi við ferðaþjónustuaðlila, fulltrúa sveitarfélaga, íbúa og aðra hagaðila í landshlutunum tveimur.
Opnunartími fyrirtækja - jól og áramót 2022
Listi yfir opnunartíma fyrirtækja á Suðurlandi, fyrir jól og áramót 2022.
Ísland er betri áfangastaður en geimurinn
Íslandsstofa hefur sett af stað nýja herferð - Mission: Iceland. Herferðin er hluti af markaðsaðgerðum Ísland – saman í sókn. Í herferðinni eru tilvonandi geimferðamenn hvattir til að spara pening og heimsækja Ísland frekar.
Um er að ræða markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.
Öryggismál á Vatnajökli - skilum inn ferðaáætlun
Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á göngum yfir Vatnajökul, á Hvannadalshnúk og aðra tinda í jöklinum. Samhliða þeirri aukningu hafa orðið útköll og næstum því slys þar sem viðbragðsaðilar hafa þurft að bregðast við, oft með miklum mannafla og skipulagi enda mjög krefjandi svæði þegar um björgunaraðgerðir er að ræða.
Þingvellir fyrsta Varðan á Íslandi
Þingvallaþjóðgarður er fyrstur áfangastaða á Íslandi sem fær viðkenningusem Varða. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir.
Talsverð uppbygging framundan á áfangastöðum á Suðurlandi
Talsverð uppbygging er framundan á áfangastöðum á Suðurlandi en úthlutað var úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nú í maí þar sem 17 verkefni á Suðurlandi voru styrkt og nam heildarupphæðin 177.785.509 kr.
Upplifðu og Instagram Reels
Árið 2020 opnuðu Markaðsstofur landshlutana (MAS) vefinn Upplifðu en vefurinn er ný tæknilausn sem nýtist sérstaklega einstaklingum í ferðahug og fyrirtækjum og sveitarfélögum svæðanna en ekki síst til aukinnar verðmætasköpunar innan ferðaþjónustu landshlutanna og fyrir frekari verkefni MAS.
Styrkir til uppsetningar á hleðslustöðvum // Frestur til 16. maí 2022
Orkusjóður hefur auglýst styrki til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði.