Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Styrkir til uppsetningar á hleðslustöðvum // Frestur til 16. maí 2022

Orkusjóður hefur auglýst styrki til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði.
Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands fyrir miðri mynd ásamt viðurkenningahöf…

Viðkenningar veittar á Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands

Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurland var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 5. Maí s.l. Dagskráin var pökkuð frá morgni til kvölds sem hófst á aðalfundi um morguninn og endaði á árshátíð um kvöldið þar sem veittar voru viðkenningar fyrir sprota ársins og framlag til ferðaþjónustu.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022!

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna frestað til 24. mars 2022

Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022, vegna breytinga á sóttvarnarreglum sem taka gildi í kvöld.

Samstarf um markaðssetningu á Íslandi

Íslandsstofa og markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en núna hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum. Samningurinn er til þriggja ára frá 2021 til og með 2023.

Suðurland áberandi í breska ríkisjónvarpinu

Suðurland hefur verið áberandi síðastliðna viku í breska ríkissjónvarpinu, BBC.

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun Ferðaþjónustunnar árið 2021

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021.
Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árbo…

Vitaleiðin formlega opnuð í góðu veðri

Laugardaginn 12. Júní síðast liðinn var nýjasta ferðaleið Suðurlands, Vitaleiðin, formlega opnuð við hátíðlega athöfn við Stað á Eyrarbakka. Þetta var þriðja tilraun til þess að opna Vitaleiðina en upphaflega var áætlað að opna hana á árinu 2020 en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn líkt og með margt annað. Loksins gafst rými til að hóa saman fólki, klippa á borða og opna Vitaleiðina formlega.

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní

Síðan 2019 hafa Markaðsstofa Suðurlands og sveitarfélögin Ölfus og Árborg unnið að ferðaleiðinni Vitaleiðin. Áætlað var að opna hana formlega í fyrra en vegna fjöldatakmarkana náðist það ekki. Nú hefur skapast rými til að geta haldið formlega opnun og verður hún við Stað á Eyrarbakka laugardaginn 12. júní kl 13.00.

Fjórar vörður á Suðurlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti í dag verkefnið Fyrirmyndaráfangastaðir og nýtt vörumerki þeirra. Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Fyrirmyndaáfangastaðir fá að merkja sig með vörumerkinu Varða - Merkisstaðir Íslands.
Svínafellsjökull

Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi

Í vikunni voru kunngerðar úthlutanir úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna 2021 og uppfærð aðgerðaráætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum var kynnt. Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkti alls 53 verkefni víðsvegar um landið samtals að upphæð 807 milljónum. Af þessum verkefnum fóru 15 styrkir, alls að upphæð 231,37 milljónum, til verkefna á Suðurlandi sem framkvæmd verða á árinu 2021. Þess má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður fékk hæsta styrkinn í þessari úthlutun, 97 milljónir, til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli sem tengir saman Svínafell, Freysnes, flugvöllinn við Skaftafell og Skaftafell. Þetta verkefni er liður í að byggja upp Jöklaleiðina sem er 200 km gönguleið sem liggur meðfram suðurbrún Vatnajökuls, frá Lónsöræfum í Skaftafell.

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.