Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi
Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.