Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.

 

Við hverju má búast á eldfjallaleiðinni

Vegalengd: ~700km aðra leið eða ~ 1200km báðar leiðir

Vegir: Að mestu malbikaðir vegir á láglendi með 90 km. hámarkshraða.

Bæir: 17 bæir og þorp sem verða sífellt dreifðari eftir því sem austar dregur.

Náttúrulegir þættir: Hverir, hraun, ný og gömul eldfjöll, svartir sandar, eldfjöll undir jöklum, eldfjalla-eyjur, stuðlaberg, mosagrónar hraunbreiður og hraunstrendur.

Árstíðir: Allt árið

Tímalengd: Taktu þér góðan tíma. Eldfjallaleiðin er ætluð til þess að þú njótir ferðarinnar í rólegheitum. Við mælum með minnst átta dögum, þ.e. einum degi fyrir hvert svið leiðarinnar.

Búðu þig undir að upplifa friðsæla staði og ógleymanlega afþreyingu, njóta góðs matar, kynnast vinalegu fólki og heillast af sögu landsins.

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu

Fjöll full af fróðleik

 

Leyfðu átta eldfjöllum að leiða þig í gegnum jarðfræðisöguna, frá nýjum hraunbreiðum á Reykjanesi að fornum fjöllum við Hornafjörð. Á leið þinni um Eldjallaleiðina getur þú slakað á í náttúrulaugum, farið í spennandi jöklaferðir, upplifað heillandi hella og gengið, hjólað eða farið í reiðtúr í umhverfi eldfjallanna. Til að undirbúa þig undir ferðina, skoðaðu þá kortið af Eldfjallaleiðinni. Skoðaðu hjörtun það eru staðir sem heima menn mæla persónulega með að skoða.

Opna kort í nýjum flipa

 

Hæglæti í fríinu

Eldfjallaleiðin er leið til þess að njóta Reykjaness og Suðurlands á rólegu nótunum. Í stað þess að þjóta frá einum stað til þess næsta er betra að slaka á og njóta án þess þó að missa af stöðunum sem þig hefur alltaf langað til að skoða.

Með því að verja meiri tíma á minna sóttum stöðum og velja lókal vörur og þjónustu stuðlar þú að sjálfbærri ferðaþjónustu. Leitaðu að tækifærum til að bjóða fram hjálparhönd, styðja við eitthvert málefni eða hreinsa til í náttúrunni á meðan á ferðinni stendur. Jafnvel bros getur dreift gleði og skilið eftir sig jákvæða orku sem lifir lengi.

 

Við, heimafólkið, hönnuðum Eldfjallaleiðina fyrir þig: Forvitna ferðalanginn sem sækist eftir dýpri tengingu við náttúru og menningu landsins.