Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Algengar spurningar

Hvernig skrái ég mitt fyrirtæki á síðuna sudurland.is / south.is?

Þú fyllir út formið hér og sækir um aðild hjá Markaðsstofu Suðurlands. Starfsmaður hefur svo samband við þig og leiðbeinir þér með næstu skref með skráningunni á síðuna. Árgjaldið er tengt veltu fyrirtækisins - sjá flokka aðildargjalda hér.

 

Get ég tekið þátt í morgunfundum MSS?

Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar geta tekið þátt í morgunfundunum, já. Þú getur gerst aðili með því að skrá þig hér. 

Hvað eru margar heimsóknir á vefsíðuna south.is og sudurland.is?

Heimsóknir á síðuna 2020 voru:

              

Hvað er Upplifðu.is?

Gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is, gefur notendum kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá nákvæma tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika á myndrænan hátt.

Hver eru skilmálar vegna efnisnotkunar úr bakendakerfi Upplifðu?

Samstarfsaðilar Markaðsstofanna hafa fullan aðgang að bakendakerfi Upplifðu. Allt efni sem er vistað inn á bakenda má hver og einn samstarfsaðili nota á sínum miðlum. Miðlar samstarfsfyrirtækja geta verið heimasíður, samfélagsmiðlar, bæklingar og fleira. Ekki má afhenda þriðja aðila efnið. Ef spurningar vakna eða eitthvað er óljóst, hafðu samband við Markaðsstofu Suðurlands til að fá aðstoð. 

Hvar fæ ég úthlutað notendanafni og lykilorði fyrir Upplifðu bakendann?

Allir samstarfsaðilar geta sótt um aðgang með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
https://media.upplifdu.is/signup/ 

Hvað gerist ef ég týni lykilorði fyrir Upplifðu.is? 

Vefurinn bíður upp á að endursenda lykilorðið. 

Hvað gerist ef ég hætti í Markaðsstofunni? 

Þá er þínum aðgangi lokað og þú hefur ekki lengur heimild til þess að nýta efnið

Ferðaskrifstofa sem ég er í viðskiptum við vill fá myndband sem er ekki merkt hvað geri ég?

Ef ferðaskrifstofan er að auglýsa þína vöru fyrir þig þá má hún nota efnið sem þú lætur henni í tjé. Ferðaskrifstofur og blaðamenn geta óskað eftir ákveðnu efni ómerktu í gegnum þá markaðsstofu sem við á. 

Hvað kostar aðgangur að Upplifður.is?

Bakendakerfi Upplifðu er innifalið í samstarfssamningi við markaðsstofu.